Viðburðadagtal

7. - 9. mars

Samræmd próf í 9. bekk.

Miðvikudaginn 7. mars   Íslenska

Fimmtudaginn 8. mars   Stærðfræði

Föstudagur 9. mars         Enska

 

Lífshlaupið 2018

Þá er komið að því.  31. janúar — 13. febrúar hreyfa allir sig eins og þeir eigi lífið að leysa því Lífshlaupið telur þá daga.

Kirkjubæjarskóli hefur tekið þátt í lífs-hlaupinu undanfarin ár og krakkarnir hafa staðið sig hreint út sagt frábærlega.  Unnið sinn flokk nokkrum sinnum.

Lífshlaupið er hvattningverkefni Íþrótta– og Ólympíusambands Íslands með það að markmiði að auka hreyfingu almenning .

Við höfum útbúið eyðublað vegna skráningarinnar og fá krakkarnir það heim í næstu viku.  Bið ég alla foreldra að aðstoða krakkana á alla vegu, gera þeim kleift að komast út að hreyfa sig, hvetja þau til að hreyfa sig og hjálpa þeim svo með skráninguna.

Við köllum síðan eftir skráningareyðu-blöðunum reglulega til að setja upp-lýsingar inn á heimasíðu www.lífshlaupsins.

Við munum birta upplýsingar um stöðu skólans reglulega.

 

 

20. desember

Þá fer að styttast í jólafríið, en miðvikudaginn 20. desember eru litlu jólin í skólanum.

Form og tímasetningar litlu jólanna eru með svipuðu sniði og á seinasta ári.  Krakkarnir koma í skólann um kl. 11:40 og byrjum við litlu jólin með söng og dansi í kringum jólatréið í anddyri skólans, að þessu loknum förum við og njótum hátíðarmatar í matsalanum.  Eftir matinn tekur við stofustund, þar sem nemendur ásamt umsjónarkennara eiga notalega stund saman.  Um kl. 15:00 söfnumst við aftur saman í anddyrinu og séra Ingólfur verður með stutta hugvekju og síðan syngjum við eitt lag að lokum fyrir jólafríið.

Auðvitað þarf ekki að minna neinn á að við mætum spariklædd á litlu jólunum. 

Fyrsti nemendadagurinn á nýju ári er fimmtudagurinn 4. janúar.  Hefst þá kennsla samkvæmt stundatöflu.


 

 

14. desember

Foreldraviðtöl


 

 

6. desember

Laufabrauðs- og föndurdagur

Miðvikudaginn 6. desember klukkan 14:00 er komið að hinum árlega laufabrauðs- og föndurdegi í Kirkjubæjarskóla. Þið getið keypt laufabrauð, skorið þau út og þau verða steikt á staðnum.  Munið að koma með bretti og hnífa!  Einnig bjóðum við upp á ýmiskonar föndur við allra hæfi og piparkökur til að skreyta.

Veitingar verða til sölu.

Hvetjum alla til að mæta og eiga góðan dag saman með góðu fólki.

 

Sjáumst

Skólafélagið Askur

og

foreldrafélagið


 

29. nóvember

Heimsókn frá SAFT.