Áherslur í skólastarfi

Áherslur skólans liggja í þeim grunnþáttum menntunnar sem koma fram í aðalnámskrá grunnskóla.

 • Lestur
 • Sjálfbærni
 • Lýðræði og mannréttindi
 • Jafnrétti
 • Heilbrigði og velferð
 • Sköpun

Auk þess leggur Kirkjubæjarskóla áherslu á:

 • jákvæð samskipti og vináttu allra í skólanum.
 • áhersla er lögð á að hver nemandi nýti sína hæfileika og getu til náms eins og honum er frekast unnt.
 • skólinn leggur áherslu á að nemendur temji sér tillitssemi, kurteisi og góða umgengni.
 • skólinn leggur áherslu á virkt samstarf við foreldra á sem víðustum grundvelli.
 • leitast er við að skipulag og fjölbreytt vinnubrögð séu höfð í fyrirrúmi í kennslu og öðru starfi skólans.

 

Sérstakar viðmiðunarreglur voru settar af fræðslunefnd í janúar 2021  varðandi flýtingu/seinkunnar skólagöngu og sjá má hér.