Eineltisáætlun

 

Einelti og annað ofbeldi líðst ekki undir nokkrum kringumstæðum í starfi á vegum skólans. Umsjónarkennari leggur áherslu á góðan bekkjaranda og samkennd meðal skólasystkina. Nemendur eru hvattir til að taka afstöðu gegn einelti og ofbeldi í verki með því að bregðast við til hjálpar og láta vita. Nemendur geri sér grein fyrir því að það að skilja útundan og hunsa er jafnmikið einelti og að hæðast að eða berja.

 

Skólinn vill leggja megináherslu á forvarnarstarf m.a. með:

 • Reglubundinni fræðslu fyrir foreldra og kennara.
 • Virku eftirliti starfsmanna skólans.
 • Góðri samvinnu heimila og skóla
 • Kennslu í bættum samskiptum
 • Könnunum könnun á líðan nemenda.

 

Komi upp einelti bregst skólinn við á eftirfarandi hátt:

 1. Hver sem verður var við einelti eða hefur einhvern grun um að slíkt eigi sér stað, skal þegar í stað hafa samband við umsjónarkennara eða skólastjóra.
 2. Umsjónarkennari / skólastjóri skoðar málið og hefur samband við foreldra þess sem grunur leikur á að verði fyrir einelti.
 3. Rætt er við þá nemendur sem tengjast málinu og foreldrum þeirra gerð grein fyrir stöðu mála.
 4. Ef þurfa þykir kemur umsjónarkennari/skólastjóri á fundi með viðkomandi aðilum.
 5. Málinu vísað til nemendaverndarráðs.
 6. Skólastjóri hefur samband við sérfræðiþjónustu skóla sem aðstoðar við lausn málsins.