1.-2.bekkur

30. nóvember 

 

Jólaljós tendruð 

 

Í dag fórum við að félagsheimilinu þar sem jólaljósin á jólatrénu voru tendruð. Nemendur skólans og leikskólans sungu jólalög undir stjórn Teresu og Zbigniew en einnig fengum við tvo jólasveina í heimsókn sem hafa verið að flýta sér til byggða.... hugsanlega í jólaklippingu enda vel skeggjaðir eftir langa dvöl upp í fjöllum.

 

 


 

16. nóvember

 

Ath! Breytt dagsetning á leikriti fyrir 1.- 4. bekk og tendrun jólaljósa á jólatré

Leiksýningin Krakkarnir í hverfinu sem sýna átti þann 29. nóvember hefur verið færð fram um einn dag. Sýningin verður því sýnd kl.8.40 miðvikudaginn 28. nóvember n.k. og er einungis fyrir nemendur 1.-4. bekkjar.  Í verkinu eru brúður notaðar til að fræða börnin um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi.

 

Þann 30. nóvember kl.10.15 verða tendruð jólaljósin á jólatréinu við félagsheimilið. Nemendur skólans munu við tækifærið syngja nokkur jólalög undir stjórn Teresu og Zbigniew

                                                                                                                                                                   

 


 

16. nóvember

Söngstund

Í dag kom skólinn saman í söngstund í matsalnum. Söngstundin er nýr viðburður sem Teresa og Zbigniew, tónlistakennarar, á heiður af og er stefnt að því hún verði mánaðarlegur viðburður í starfi skólans.  Í gegnum tíðina hefur þó sú hefð verið við skólann að við syngjum saman daglega í desembermánuði og verður engin breyting þar á.

 


 

14. nóvember

Bókagjöf til nemenda 1. bekkjar

 

Í dag afhenti Björk nemendum í fyrsta bekk bókagjöf frá IBBY á Íslandi. Bókin heitir ,,Nesti og nýjir skór" en í henni eru ljóð, sögur og myndir sem íslenskir krakkar hafa lesið árum og áratugum saman. 

IBBY á Íslandi er félag fullorðins fólks sem finnst ennþá gaman að lesa barnabækur og finnt þær í raun mjög mikilvægar.  Hægt er að skoða meira um félagið á ibby.is

 

 


8. nóvember

Diskóball skólafélagsins Asks

Í seinustu tveimur kennslustundunum í dag var ball haldið fyrir nemendur 1.- 7. bekkjar. Á ballinu var svakalegt stuð og læti og allir virtust skemmta sér vel. Í hléinu var hægt að kaupa svala, rice krispies og sleikjó fyrir 300 kr. Nemendur 8.- 10. bekkjar sá um skipulagningu og framkvæmd með aðstoð nemenda út 7. bekk.  Á ballinu var m.a. dansað, farið í leiki og masserað.

 

        

 


26. október

Dansskóli 22. -26. október

Í vikunnu fengum við Jón Pétur, danskennara, til okkar en hann kenndi nemendum skólans nokkur vel valinn spor að vanda. Kennslunni lauk svo eftir hádegi í dag með danssýningu fyrir foreldra og aðstandendur. Að sjálfsögðu stóðu nemendur sig með prýði eins og venjulega.

 

                              

 

 


 

11. október

List fyrir alla - brúðuleikhús og vinnustofa.

Í dag fengum við hana Gretu Clough í heimsókn en hún sýndi okkur stutt brúðuleikrit um Búkollu. Að leikritinu loknu fóru nememdur 1.-5. bekkjar í vinnustofu til hennar þar sem hún kenndi þeim að búa til brúður. Greta sýndi krökkunum fullt af flottum brúðum í mismunandi stærðum sem hún hefur sjálf gert en hún reynir að nota að mestu endurnýtanlegt efni eins og til dæmis tappa, gömul reipi, efnisbúta, bylgjupappa og ýmislegt fleira.

 


 

 

3. október

Á döfinni í næstu viku

 

  • Foreldraviðtöl 9. október

  • Leiklist fyrir alla - Brúðugerð  11. október

  • Starfskynningar 

  • Heimanám í stærðfræði


 

Námsgagnakynning fyrir foreldra...

 

Á morgun, þriðjudaginn 25. september, verður námsgagnakynning í skólanum frá kl.20.00-21.00. Umsjónarkennarar verða í sínum heimastofum og taka á móti foreldrum en foreldrar geta m.a. skoðað námsefni bekkjanna.

 


 

Stafakönnun  og leikhús - 27. september 

 

Þann 27. september mun ég leggja fyrir nemendur 1. bekkjar stafakönnun fyrir hádegi. Tilgangur könnunarinnar er að gera kennara kleift að afla upplýsinga um stafaþekkingu nemenda á fyrstu stigum lestrarnáms en könnunin fer fram einstaklingslega.

 

Kl. 14.00 verður 1- 4. bekk boðið í félagsheimilið en þar ætlar Bernd Ogrodnik, brúðulistamaður hjá Brúðuheimum, að sýna sýninguna sína "Sögustund" en Bernd er að ferðast með sýninguna sína með Þjóðleikhúsinu um landið í september.

 


 

Ólympíuhlaupið - 17. september 

Í dag tókum við þátt í Ólympíuhlaupinu (Gamla Norræna skólahlaupið). Krakkarnir stóðu sig mjög vel og fóru 2,5 km og fengu aðeins að leika sér úti á skólalóðinni áður en þau fóru í sjónlist. 

 

 


 

Lesferill - 17. september

Í vikunnu mun Katrín byrja að leggja lespróf fyrir nemendur skólans. Að þessu sinni mun hún bara prófa nemendur í 2. bekk. Við vonumst til að hún muni klára fyrirlögnina í næstu viku.

 


 

Haustferð KBS - 4. september

Að þessu sinni lá leið okkar inn að Eldgjá  en þar gengu eldri nemendur að fossinum með leiðsögn landvarðar. Við í 1. - 2. bekk gengum áleiðis en snérum svo við og fórum að leika okkur og fleyta kerlingar. Ferðin tókst bara vel til þrátt fyrir að rignt hafi á okkur en við borðuðum nesti í Hólaskjóli og við Tungusel.