Mötuneyti Skaftárhrepps - gjaldskrá f. nemendur og starfsmenn haust 2021

 Uppreiknuð þjónustugjöld m.v. vísitölu neysluverðs. Gildir frá 11.júlí 2022

Mötuneyti Kirkjubæjarskóla – kr. 10.078  pr. mán.

Mötuneyti hádegismatur eingöngu – kr. 8.379  pr.mán.

 

Gjaldskrá þjónustugjalda   má nálgast hér 

Eftirfarandi reglur gilda um gjaldskrá mötuneytis Kirkjubæjarskóla:


1. Rekstur mötuneytis Öll börn sem stunda nám við Kirkjubæjarskóla eiga kost á að skrá sig í áskrift að þjónustu mötuneytis skólans á skólatíma. Skaftárhreppur sér um rekstur mötuneytisins en miðað er við að foreldrar/forráðamenn barna greiði gjald vegna þjónustunnar sem miðast við hráefniskostnað sem til fellur vegna hvers barns.

2. Mötuneytisgjald Mötuneytisgjald er greitt mánaðarlega. Gjaldið er endurmetið fyrir byrjun hverrar annar með hliðsjón af breytingum hráefniskostnaðar. Skaftárhreppur áskilur sér rétt til að endurskoða gjaldskrána á öðrum tímum verði t.a.m. verulegar breytingar á hráefniskostnaði.

3. Þjónusta Innifalið í fæðisgjaldi mötuneytis er létt morgunhressing, heitur matur í hádegi og ávextir eftir hádegi. Mánaðarmatseðill skólamötuneytis er aðgengilegur á vefsíðu skólans 20. hvers mánaðar með fyrirvara um breytingar. Kjósi foreldrar að sleppa hádegismat í einstaka skipti skal tilkynna um þá daga til skólaritara (skolaritari@klaustur.is) a.m.k. þremur virkum dögum fyrir mánaðarmót. Slíkt kemur þó til ekki til lækkunar á fæðisgjaldi.

Foreldrar sem ekki kjósa að nýta áskriftarþjónustu mötuneytis gefst kostur á að kaupa stakar máltíðir. Tilkynning þarf að koma frá foreldrum a.m.k. þremur virkum dögum fyrir mánaðamót varðandi hvaða daga nemendur nýti þjónustu mötuneytis. Stakar hádegismáltíðir falla ekki niður við breytingar á matseðli sem verða af óviðráðanlegum orsökum með stuttum fyrirvara.

4. Skráning Til hagræðingar er gert ráð fyrir að öll börn nýti þjónustu mötuneytis. Óski foreldri/forráðamaður ekki eftir áskrift að mötuneytisþjónustu fyrir börn skal berast tilkynning þess efnis a.m.k. þremur dögum fyrir upphaf hverrar annar til skólaritara á skolaritari@klaustur.is sem kemur upplýsingum til matráðs Kirkjubæjarskóla og innheimtuaðila. Starfsmenn sem nýta sér þjónustu mötuneytis skulu skrá beiðni sína hjá matráði.

5. Fæðuofnæmi/fæðuóþol Sé notandi mötuneytis með fæðuofnæmi eða fæðuóþol þarf viðkomandi að skila inn 

læknisvottorði til staðfestingar sem og skriflegri beiðni á skolastjori@klaustur.is. Ekki er öruggt að hægt sé að verða við öllum beiðnum nema um staðfest bráðaofnæmi sé að ræða.

6. Fæðisdagar og fjarvera.   Foreldrar/forráðamenn geta sótt um lækkun mötuneytisgjalda, til Kirkjubæjarskóla, verði börn þeirra fjarverandi frá skóla fimm daga samfellt eða lengur. Almennir frídagar og opinberir skólafrídagar, s.s. starfsdagar kennara, jólaleyfi og páskaleyfi, veita ekki rétt til lækkunar mötuneytisgjalda.

Þjónusta mötuneytis býðst allt skólaárið. Á haustönn er innheimt mötuneytisgjald vegna september, október, nóvember og desember. Á vorönn er innheimt vegna janúar, febrúar, mars, apríl og maí. Mötuneytisgjald er innheimt eftir hvern liðinn mánuð.

Samþykkt í sveitarstjórn Skaftárhrepps 14. mars 2019