Námsmat

 Í aðalnámskrá grunnskóla stendur m.a. um námsmat:

“Mat á hæfni og framförum nemenda er reglubundinn þáttur í skólastarfi, órjúfanlegur frá námi og kennslu. Megintilgangur námsmats er að leiðbeina nemendum um námið og hvernig þeir geti náð markmiðum þess. Með námsmati er fylgst með því hvernig nemendum tekst að ná almennum hæfniviðmiðum aðalnámskrár, stuðlað að námshvatningu, nemendur örvaðir til framfara og metið hverjir þurfa á sérstakri aðstoð að halda.

Námsmat á einnig að veita nemendum og foreldrum þeirra, kennurum, viðtökuskólum og skólayfirvöldum upplýsingar um námsgengi nemenda, hæfni þeirra, vinnubrögð og framfarir, sem m.a. má hafa að leiðarljósi við frekari skipulagningu náms.”

Mikilvægt er að meta bæði verklega og bóklega þætti og prófa ýmist skriflega, verklega eða munnlega eftir því sem við á. Leggja þarf áherslu á fjölbreyttar aðferðir við námsmat og það nái tils em flestra námsþátta.  Þannig skal meta verkleg, munnleg, skrifleg og myndræn verkefni og próf með eða án hjálpargagna.  Staða nemenda í lykilhæfni aðalnámskrár er metin eftir frammistöðu þeirra í verkefnum sem reyna á þessa hæfni í hverri námsgrein eftir því sem við á. Hæfniviðmið fyrir lykilhæfi er skilgreind við lok 4., 7. og 10. bekkjar og skiptast í fimm flokka.

  • Tjáning og miðlun
  • Skapandi og gagnrýnin hugsun
  • Sjálfstæði og samvinna
  • nýting miðla og upplýsingar
  • Ábyrgð og mat á eigin námi

Námsmat er hluti af skólastarfinu og fer fram allt skólaárið. Haldið er utan um námsmat í Informentor með skráningum í hæfnikort nemenda í allflestum námsgreinum jafnt og þétt yfir skólaárið.  Í janúar er framvinda metin í Infomentor og/eða með samtali á matsdegi.  Þá fer fram samtal milli kennara, nemenda og foreldra um framvinduna og lykilhæfni auk þess sem markmið sem sett eru í upphafi skólaárs eru metin og endurskoðuð.  Í lok skólaárs  fá nemendur 1.-9. bekkjar viðurkenningarskjal með umsögn umsjónarkennara en vitnisburð með niðurstöðum lokamats í námsgreinum er birtur í Infomentor.  Nemendur 10.bekkja fá afhentan vitnisburð að vori.  Metanleg hæfniviðmið aðalnámskrár verða notuð til grundvallar mats á hæfni nemenda.

Ekki eru formlegir námsmatsdagar í skólanum.   Námsmat  í skólanum er að mestu símati sem fer fram yfir allt skólaárið auk leiðsagnarmats þar sem nemendur velta fyrir sér reglulega námi sínum með kennara.  Leiðsagnarmat fer fram í kennslustundum og byggir á endurgjöf og leiðsögn á meðan nemandi vinnur verkefni sín hverju sinnni.  Leiðbeinandi endurgjöf fyrir skilaverkefni eiga að þjálfa emendur fyrir lokamat í ákveðnum námsþætti eða námsgrein.   Nemendum er leiðbeint með sjálfsmat og hvernig það nýtist þeim að átta sig á stöðu sinni í námi og ábyrð

Námsmat er gefið í táknum fyrir 1.-9. bekk en í bókstöfum  fyrir 10. bekk auk umsagna.  Umsagnirnar skulu vera uppbyggjandi, framfaramiðaðar og sýna stöðu nemenda.   Kennsluáætlanir eru birtar í Infomentor og á heimasíðu skólans þar sem fram koma nánari upplýsingar um hvernig námsmati er háttað í hverri námsgrein.