Jafnréttisáætlun

 Stefna skólans í jafnréttismálum er að vinna í anda jafnréttislaga og vinna markvisst að auka jafnrétti kynjanna m.a. í gegnum fræðslu í kennslugreinum eins og lífsleikni og samfélagsfræði. Við leggjum áherslu á að kynin hafi jafnan möguleika til náms og athafna. Við ætlumst til þess að allir starfsmenn komi jákvæðum viðhorfum til jafnréttis á framfæri og stuðli að jákvæðum samskiptum kynjanna. Efla þarf sjálfsmynd barna og búa þarf bæði kynin undir ábyrgð og skyldur fjölskyldu- og atvinnulífs. Hvetja skal til fjölbreytts vals unglinga í náms- og starfsfræðslu. Mikilvægt er að fyrirmyndir séu góðar og það sem fullorðnir gera og segja í þessum efnum hefur mótandi áhrif á lífsviðhorf nemenda.

Með því að setja okkur ákveðna stefnu í jafnréttismálum viljum við leggja okkar af mörkum til að stuðla að jafnrétti kynjanna og jafnrétti milli kynþátta.

Sjá nánar: Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008

Jafnréttisáætlun Skaftárhrepps 2018-2022 er að finna hér.