Haustferð 2025
- 105 stk.
- 23.09.2025
Haustferð nemenda fór fram í blíðskaparveðri síðastliðinn miðvikudag og tókst einstaklega vel. Ferðin hófst með viðkomu í Tunguseli þar sem hópurinn naut morgunhressingar í fallegu umhverfi. Þaðan hélt hópurinn inn á Álftaversafrétt, þar sem heimamenn úr hópi nemenda sýndu framúrskarandi leiðsöguhæfileika. Nemendur úr Álftaveri miðluðu af þekkingu sinni sögum af Kötlugosum og þjóðsögunni um Bárð og Kötlu, sem vakti mikla athygli samnemenda. Þau sýndu einnig góða þekkingu á nærumhverfinu og bentu á helstu kennileiti eins og Hafursey, Rjúpnafell, Sandfell og Kötlujökul. Við Hólmsárfoss átti hópurinn notalega stund, þar sem nemendur nutu náttúrufegurðar, tóku þátt í skemmtilegum leikjum og snæddu hádegisverð saman. Ferðinni lauk með heimsókn að Laufskálavörðu, þar sem hópurinn naut fjallasýnar og nesti. Sérlega ánægjulegt var að sjá hvernig nemendur miðluðu þekkingu sín á milli og sýndu áhuga á náttúru og sögu svæðisins.
Skoða myndir