267,5 km

Á fimmtudaginn síðastliðinn tók allur skólinn þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ í blíðaskaparveðri. Allir stóðu sig afar vel og fóru að minnsta kosti 2,5 km. Nemendur skólans hlupu samtals 242,5 km og starfsmenn 25 km, þannig að til samans hlupum við 267,5 km í heildina. Það er eins og að hlaupa frá Kirkjubæjarklaustri og til Reykjavíkur. Nemendur eiga hrós skilið fyrir góða og jákvæða þáttöku.