Bekkjarskemmtun hjá 3.bekk

Þriðjudaginn 11.2 var bekkjarskemmtun fyrir 3.bekk sem var skipulögð af bekkjarfulltrúum úr röðum foreldra, hópurinn samanstóð af nemendum, foreldrum þeirra og umsjónakennara.
Allir hittust við skólann og gengið var upp að Systrafossi, þar fengu nemendur afhent fjársjóðskort og máttu hefja leit að hraungrýti sem var búið að mála grænt fyrir hvern nemenda. Leitin var krefjandi og tók hátt í klukkutíma, nemendur fengu verðlaun eftir á fyrir þáttöku og allir skemmtu sér vel, bæði börn og fullorðnir. 

Eftir fjársjóðsleitina var farið í skólann og drukkin miðdegishressing. Veðrið var kalt en stillt og sást til sólar.

Bestu þakkir fyrir stundina. 
Kv. Mæja umsjónakennari í 3.bekk