Föstudagstónleikar

Fallegur söngur hljómaði um ganga Kirkjubæjarskóla í morgun.  Við nánari athugun kom í ljós um nemendur 1.-4. bekkjar voru að æfa sig fyrir föstudagstónleika.

Nemendur fluttu þekkta dægurlag ,, Krummi krunkar úti " undir stjórn hljómsveitarstjórans og hlutu mikið lof fyrir.

Tókum upp myndbrot svo fleiri gætu notið með okkur.

Bíðum spennt eftir næstu tónleikum - kærar þakkir kæru nemendur :)