Frá Foreldrafélagi KBS

Aðalfundur foreldrafélags Kirkjubæjarskóla 30. nóvember kl 16

Sælir foreldrar barna í Kirkjubæjarskóla,

svo virðist sem auglýsing á facebook síðu Foreldrafélags Kirkjubæjarskóla (foreldrasíða), um aðalfund foreldrafélagsins, hafi ekki skilað sér nógu vel til allra.

En hann verður haldinn í dag, fimmtudaginn 30. nóvember, kl 16.00 í fundarsal Kirkjubæjarstofu. Gengið er inn um aðalinngang Kirkjubæjarstofu upp á aðra hæð.

Við biðjumst velvirðingar á að hafa ekki sent tölvupóst fyrr, en við áttuðum okkur ekki á að auglýsingin myndi ekki skila sér betur á facebook.

Kær kveðja,
stjórn foreldrafélagsins