Gul viðvörun Veðurstofunnar

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna Suðausturlands sem gildir frá kl.23.00 í kvöld til sama tíma annað kvöld.

Foreldrar/forráðamenn eru beðnir um að rifja upp reglur um skólahald í Skaftárhreppi þegar óveður geisar sem sendar voru til foreldra/forráðamanna nýlega og má einnig nálgast þær hér.

Þar segir ef um gula viðvörun sé að ræða: 

Þegar gular viðvaranir eru í gildi hjá Veðurstofu Íslands skulu foreldrar ávallt að meta sjálfir hvort óhætt sé að senda barn í skólann.slíkum aðstæðum er alltaf einhver hluti starfsmanna mættur í skólann til að taka á móti þeim börnum sem mæta. Foreldrar skulu meta hvort barn hafi sjálft getu til að komast frá grunnskóla í lok dags, eða hvort foreldri þurfi að sækja barn í grunnskóla/Frístund.

 

Verði breyting á viðvörun Veðurstofu og viðvörun færð úr gulu yfir í appelsíungult/rautt munu uppl. um skólahald verða auglýst á vefsíðu skólans, svo og í tölvupósti til foreldra, og eigi síðar en kl. 7:30 að morgni dags.