Haustferð 2022

Á fimmtudaginn 15.09 ætlum við að halda í haustferðina okkar árlegu. Í þetta sinn verður stefnt í Mýrdalinn og farið í Þakgil. Ferðin verður á skólatíma brottför frá skóla í skólabyrjun 08:40 og komið aftur í skólann 15:00. Veðurspáin virðist með okkur en við minnum á mikilvægi þess að vera vel klædd og fylgjast með veðurspá. Farið verður í göngutúra og leiki.