Haustferð - starfsdagur

MInni á haustferðina miðvikudaginn 22.sept. Farið verður um Austur Síðu og Fljótshverfi.

Nemendur þurfa að vera í vatnsheldum skóm og klædd í samræmi við veður þann dag.  Spá hljóðar upp á að mestu þurrt veður og  hitastig 8-10° C.

Brottför áætluð um kl. 8.50 og heimkoma ca. 14.30 

Vinsamlegast látið umsjónarkennara vita sem fyrst  ef nemandi kemst ekki með m.a. vegna veikinda.

Þá er rétt að minna á starfsdag kennara, föstudaginn 24.sept. og því engin kennsla þann dag.

Skólastjóri