Innritun nýrra nemenda

Innritun nýrra nemenda í Kirkjubæjarskóla skólaárið 2023-2024 er hafin.

Innritun er rafræn og nálgast má skráningarform hér

Í byrjun ágúst  fá nemendur bréf frá skólanum þar sem þeim ásamt foreldrum/forráðamönnum er boðið á kynningu  með  umsjónarkennara og skólastjóra.   Þar eru m.a. farið yfir skipuag kennslu, stundaskrá, skráningar í Infomentor, stoðþjónustu sem í boði er og annað sem snýr að skólagöngu nemenda. Í lokin munu nemendur og foreldrar fá leiðsögn um skólahúsnæðið og þeim kynntar aðstæður. 

Ef nánari upplýsinga óskast er velkomið að senda tölvupóst á netfangið: skolastjori@klaustur.is

Hvetjum foreldra til að skrá börn sín sem fyrst til að auðvelda allt skipulag og undirbúning.