Ný reglugerð v. sóttvarnaraðgerða

Við erum öll almannavarnir.
Við erum öll almannavarnir.

Ný reglugerð frá heilbrigðisráðuneyti tekur gildi 1.01. 2021 og mun gilda til 28.02.2021.  

Helstu breytingar eru eftirfarandi:

 

Grunnskólar.

Grunnskólum er heimilt, samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga, að halda uppi skólastarfi í skólabyggingum með 2 metra nálægðartakmörkum milli starfsfólks. Sé ekki unnt að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun milli starfsfólks skal það nota andlitsgrímur. Ekki skulu vera fleiri en 20 starfsmenn í hverju rými, þó er starfsmönnum heimilt að fara milli hópa.

Nemendur í 1.–10. bekk eru undanþegnir 2 metra nálægðartakmörkun sem og grímuskyldu. Ekki skulu vera fleiri en 50 nemendur í hverju rými innan dyra. Blöndun nemenda milli hópa er heimil.

Í sameiginlegum rýmum skóla, svo sem við innganga, í anddyri, á salerni og göngum, sem og í mötuneytum og skólaakstri, er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun að því gefnu að starfsfólk notist við andlitsgrímu.

Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema nauðsyn beri til. Stjórnendum grunnskóla er heimilt að krefja foreldra, þurfi þeir að koma inn í skólabyggingu, um að nota andlitsgrímur. Aðrir en starfsmenn sem koma inn í grunnskóla, svo sem kennarar tónlistarskóla sem koma inn í grunnskóla með einstaklingskennslu, starfsfólk skólaþjónustu sveitarfélaga og vegna vöruflutninga, skulu bera andlitsgrímur.

Ráðstafanir skulu gerðar til að þrífa og sótthreinsa byggingar eftir hvern dag og milli hópa í sama rými.

Ákvæði þessarar greinar eiga einnig við um frístundaheimili, skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna á grunnskólaaldri, sem og starfsemi í félagsmiðstöðvum.

 

Hér er hlekkur á reglugerð 1306/2020