Kvennafrí 24. október kl.14.55

Í dag 24. október eru konur hvattar til að ganga út af sínum vinnustað kl. 14.55 í þeim tilgangi að vekja athygli á þeirri staðreynd að ennþá er um kynbundin launamun á Íslandi að ræða. Boðað hefur verið til samstöðufunda á mörgum stöðum á landinu af þessu tilefni. Hér í Skaftárhreppi ætlum við að boða til samstöðufundar í félagsheimilinu og hefur því verið ákveðið að stytta skóladaginn í dag .

Skólahaldi  lýkur kl. 14.55 og skólabílar munu leggja af stað kl. 15.00  í stað 15.20.

Með kærri kveðju

Katrín Gunnarsdóttir

skólastjóri