Litlu jól

Komið þið sæl,

Á föstudaginn verða litlu jólin okkar. Þá mæta nemendur klukkan 10:00 spariklædd. Við byrjum í kennslustofum á stofujólunum okkar þar sem við eigum notalega stund í kennslustofunni. Nemendur mega taka með sér eitthvað smávægilegt til að hafa á stofujólum. Vinsamlegast haldið sparinesti í hófi og athugið að gos- eða orkudrykkir verða ekki leyfilegir.


Hefð hefur skapast fyrir því að hafa pakkaleik á litlu jólum þar sem allir koma með gjöf sem sett er í pott og síðan draga nemendur pakka. Gjöfin má vera heimagerð eða kosta að hámarki 1500 krónur.

Að loknum stofujólum munum við dansa í kringum jólatréð, fá jólamat, ávarp prestsins og úrslit hurðaskreytingarkeppninnar verða kynnt. Stundinni lýkur á milli 12:30 og 13:00 og þá fara nemendur heim í jólafrí!

Skólabílar ganga að venju þennan dag, vinsamlegast látið vita ef þið ætlið ekki að nýta akstur.

Jólakveðja, Kirkjubæjarskóli á Síðu