Mötuneyti Skaftárhrepps tekur til starfa

Þann 1. apríl n.k. mun taka til starfa samrekið mötuneyti fyrir allar stofnanir sem heyra undir sveitarfélagið, Mötuneyti Skaftárhrepps.

Þær Kristín S. Ásgeirsdóttir og Rannveig E. Bjarnadóttir sem starfað hafa í mötuneyti Kirkjubæjarskóla, Kristín í 23  ár og Rannveig í 3 ár, létu af störfum í dag. Starfsmenn og nemendur Kirkjubæjarskóla þakka þeim stöllum fyrir frábær ár og viðurgjörning sem þekktur er meðal margra, bæði fyrrum nemenda auk núverandi sem og starfsfólks skólans. 

Gunnar Erlendsson hefur verið ráðinn matráður og Auður Hafstað honum til aðstoðar og eru þau boðin velkomin til starfa. 

Nánari upplýsingar á heimasiðu Skaftárhrepps

https://www.klaustur.is/is/mannlif/frettir/motuneyti-skaftarhrepps-tekur-formlega-til-starfa-1-april-nk

 Engar breytingar verða á gjaldskrá út þetta skólaár.  Upplýsingar á heimasíðu skólans verða uppfærðar eftir því sem nýjar upplýsingar berast.