Nýverið var ný tilkynnningasíða, Ábendingalínan, opnuð

Ábendingalínan er ætluð bæði börnum og fullorðnum. Hún er aldursskipt fyrir 14 ára og yngri, 15-17 ára og svo 18 ára og eldri. Á Alþjóðlega netöryggisdeginum, 11. febrúar  var nýrri kynningarherferð Barnaheilla á Ábendingalínunni ýtt úr vör. Hin nýja kynningarherferð byggir á slagorðunum „þú getur hjálpað okkur að eyða því versta“.

Til Ábendingalínunnar er hægt að tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni sem varðar börn á netinu, svo sem ofbeldi gegn börnum, kynferðislegt eða annars konar ofbeldi, tælingu, áreitni, hatursorðræðu, einelti og fleira. Ábendingalína Barnaheilla sem rekin er í samstarfi við Ríkislögreglustjóra, er hluti af SAFT verkefninu, ásamt Heimili og skóla og Rauða krossinum sem rekur 1717, hjálparsímann. Verkefnið nýtur styrkja frá Evrópusambandinu og fleiri aðilum.

Tengill á síðuna má finna í dálki hægra megin á heimsíðu KBS