Öskudagsball 20. febrúar

Við viljum minna á öskudagsballið, seinna um kvöldið 20.febrúar. Ballið fer fram í matsal skólans frá kl. 20:00 – 22:00.  Krakkarnir í 7. – 10. bekk sjá um skipulagningu skemmtunarinnar.  Þau hafa skipulagt eitt og annað dans, söngið, leiki og auðvitað verður kötturinn sleginn úr tunnunni.

Nemendafélagið  Askur mun selja svala og sódavatn.  Það kostar 500 kr. inn á ballið, 1000 kr. fyrir þá sem ekki mæta í grímubúningi.

Skólabílar sjá um akstur á ballið og heimkeyrslu kl. 22:00.

Foreldrar eru beðnir um að láta skólabílstjóra vita ef þeir ætla ekki að nota þjónustu skólabíla.

Fyrir hönd nemendafélagsins Asks

Kær kveðja,

Solla og Kjartan