RÖDDIN - upplestrarkeppni

Stóra upplestrarkeppni grunnskólanna í Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu auk Grunnskóla Vestmannaeyja var  haldin á Kirkjubæjarklaustri 28.apríl s.l.

Keppendur lásu úr skáldsögunni Sjáumst aftur…eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur, ljóð eftir Jónas Hallgrímsson og loks ljóð að eigin vali.

 

 Dómnefnd var skipuð: Hrefnu  Sigurjónsdóttur frá Röddum, Laufeyju Christiansen frá Skólaþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu og Lilju Magnúsdóttur, kynningarfulltrúa.  Þeim beið erfitt val enda úr mörgum góðum lesurum að velja. 

 Verðlaunahafar í þessari fyrstu upplestrarkeppni Raddarinnar voru:

1. sæti var Ómar Azfar Valgerðarson Chattha         Grunnskólanum á Hellu.

2. sæti var Helga Fjóla Erlendsdóttir                        Laugalandi.

3. sæti var Íris Anna Orradóttir                                 Víkurskóla.

 

Óskum þeim innilega til hamingju með frábæran árangur.

 

Þátttakendur frá Kirkjubæjarskóla voru þær Bríet Sunna Bjarkadóttir, Iðunn Kara Davíðsdóttir og Ólöf Ósk Bjarnadóttir og stóðu þær sig allar með mikilli prýði.

 

Landsbankinn á Hvolsvelli gaf verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin og MS gaf Kókómjólk fyrir alla keppendur og gesti.  Kaffiveitingar voru í boði Kirkjubæjarskóla á Síðu.

 

Til hamingju keppendur, kennarar og foreldrar – LESTUR ER BESTUR !