Skapandi skólastarf

 Í tilefni Uppskeruhátíðar verður sýning á verkum nemenda Kirkjubjæjarskóla, sem unnin hafa verið í smíði, sjónlist og textíl á þessu ári.

Inn á milli verka má sjá leiftur úr fortíð skólahalds í Skaftárhreppi í formi gamalla muna. Sögur sumra munanna þekkjum við en ekki allra. Væri það fengur fyrir okkur ef gestir myndu deila með okkur ýmist sögur um tilkomu muna og/eða frásagnir sem tengjast þeim.

Sýning verður í anddyri Kirkjubæjarskóla  og er innangengt frá Þekkingasetri á 3.hæð. Opnunartími fylgir auglýstri dagskrá Uppskeruhátíðarinna föstudaginn 12.nóv. frá kl. 16:00 -19:00.

 

Ath. Mynd af verkum nemenda frá Uppskeru- og þakkarhátíð 2019.