Skóladagatal 2021- 2022 uppfært 13.7.2021

Skóladagatal næsta skólaárs hefur verið sett inn á heimasíðu skólans og sjá má hér.

Skóladagtalið var lagt fram til kynningar á fundi fræðslunefndar 1.júní s.l. 

Sú breyting hefur orðið frá þeirri útgáfu að fyrirhuguð samræmd könnunarpróf í 4. og 7. bekk hafa verið felld niður en nemendur í 4., 7. og 9. bekk í grunnskólum geta tekið ný hæfnimiðuð samræmd könnunarpróf næsta vor.  Ekki er komnar endanlegar dagsetningar á prófdögum.

Einnig hafa breytingar orðið á dagsetningu haustþings kennara.  Því færist starfsdagur frá 21.sept. til föstudagsins 24.sept. og starfsdagur sem áætlaður var 5.nóv. vegna haustþings verið færður til 3. nóvember, þ.e. í beinu framhaldi af haustfríi. 

Minni svo á að skóladagatal er birt með fyrirvara um breytingar þar sem fræðslunefnd á eftir að staðfesta það.