Skólasetning 21. ágúst 2020 - Breytt staðsetning

 

 

Kæru foreldrar/forráðamenn og nemendur

 

Vegna eindreginnar óska fræðslunefndar hefur breyting verið  gerð á fyrirkomulagi skólasetningar n.k. föstudag, 21. ágúst, og mun athöfnin fara fram í íþróttahúsinu í stað matsal skólans.  Tímasetning er óbreytt og hefst athöfnin kl. 10.00

Til að nýta plássið sem best og tryggja fjarlægðarmörk verður ekki boðið upp á sæti heldur ætlast til að nemendur og foreldrar standi og dreifi sér um salinn.  Foreldrar eru  beðnir um að virða 2 metra fjarlægðarmörk, þ.e. milli þeirra sem ekki deila sama heimili. Minnum á að ákvæði um fjarlægðartakmörk gilda ekki fyrir nemendur né systkini þeirra fædd 2005 ( misritaðist í tölvupósti) og síðar.

Starfsmenn skólans munu hafa til reiðu andlitsgímur fyrir þá foreldra  sem þess óska.

Athöfnin sjálf mun taka u.þ.b. 10  mínútur og að henni lokinni munu nemendur fylgja kennara sínum yfir í skólann og í sínar stofur þar sem m.a. stundatöflur verða afhentar. 

Foreldrar barna í 1.-2. bekk hafa fengið tölvupóst varðandi komu þeirra í kennslustofu.

Skólabílar munu leggja af stað frá skóla kl. 11.00

Með ofangreindu skipulagi teljum við það mögulegt að bjóða foreldrum til skólasetningar án þess að reglugerð  heilbrigðisráðherra sé brotin og ekki sé farið á svig við tilmæli sóttvarnarlæknis.

 

Sjáumst öll n.k.föstudag 

Starfsfólk KBS