Skólaslit 1.júní 2021

Skólaslit Kirkjubæjarskóla fara fram þriðjudaginn 1.júní n.k. kl. 14.00 í félagsheimilinu Kirkjuhvoli.

Reglugerð um takmörkun skólastarfs hefur verið felld brott en fylgt er eftir reglugerð um samkomutakmarkanir sem gildir til 16. júní.

Þar sem gestir eru sitjandi skulu þeir sem fæddir eru 2004 og fyrr bera grímu á meðan á athöfn stendur.

Nándarmörk á sitjandi atburðum er einn metri.

Skólabílar aka nemendum að félagsheimili og heim eftir skólaslit.  Foreldrar eru minntir á að láta skólabílstjóra vita muni barn/börn þeirra ekki nýta þjónustu skólabílsins.