Skólaslit Kirkjubæjarskóla 3.júní kl. 13.30

Skólaslit Kirkjubæjarskóla á Síðu verða á morgun, föstudaginn 3.júní kl. 13.30 og munu fara fram í matsal skólans að þessu sinni.

Athöfnin mun verða með hefðbundnu sniði, skólastjóri flytur ávarp, nemendur 1.-9. bekkjar fá afhentan sinn vitnisburð og loks  brautskráning nemenda 10. bekkjar.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

 

Skólastjóri og starfsfólk KBS