Starfsdagur mánudaginn 16.03.2020


Skjótt skipast veður í lofti og nú voru að berast tilmæli frá Heilbrigðisráðuneyti varðandi takmörkun á skólahaldi.
Jafnframt hefur verið mælst til þess að skólar hafi starfsdag mánudaginn 16.3. svo stjórnendum gefist tækifæri að skipuleggja starfið framundan.

Í samráði við formann fræðslunefndar og sveitarstjóra mun mánudagurinn verða skilgreindur sem starfsdagur.
Allir starfsmenn mæta en nemendur verða heima.

Skólastjóri