Tannverndarvika 2022

Heil og sæl og gleðilega tannverndarviku  !

 

 

Í ár er áherslan lögð á gjaldfrjálsar tannlækningar fyrir börn. Vakin er athygli á því að tannlækningar barna eru greiddar að fullu af sjúkratryggingum að frátöldu komugjaldi sem eru 2500kr. Ef barnið þitt hefur ekki farið í í tanneftirlit á síðustu 12 mánuðum er þörf á að panta tíma hjá tannlækni sem fyrst.

Tannvernd felst fyrst og fremst í því að venja sig á að borða hollan mat á matmálstímum, góðri munnhirðu og reglulegu eftirliti tannlæknis. Þetta er ekki flókið eins og sést í þessu myndbandi:

 

https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/tannheilsa/tannvernd-a-3-minutum/

 

 

Bestu kveðjur frá skólahjfr. Björgu og Auðbjörgu