Þemadagar - Frestun :(

Áætlað var að þemavinna hæfist í fyrramálið og stæði yfir fram að helgi en vegna mikillar manneklu á leikskóla er erfitt að tryggja að þeir starfsmenn Krikjubæjarskóla sem eiga börn á leikskóla komist til vinnu þessa daga.


Því hefur verið ákveðið að færa þemadagana fram í næstu viku frá þriðjudegi til hádegis á fimmtudag. Við ljúkum svo þemadögum með  hrekkjavökuballi sem unglingarnir á efsta stigi standa fyrir.  Skóladegi mun ljúka á hefðbundnum tíma þessa daga eða kl. 15.20.

Vegna ástandsins í þjóðfélaginu munum við ekki geta boðið gestum til okkar í lok þemadaga líkt og venja hefur verið en horfum björtum augum til næsta árs og erum vongóð um að geta sýnt afrakstur vinnunnar á afmælishátíð skólans haustið 2021.