Þemavinna fyrir uppskeruhátíð

Eitt af viðfangsefnum þemavinnunar fyrir uppskeruhátíðina í ár voru afréttir Skaftártungu og Álftavers og komu út úr þeirri vinnu m.a. þessi almenningur (sjá mynd) sem fangar rétttarstemninguna ágætlega. Það er gaman að segja frá því að í upphafi voru ekki allir sem vissu hvað afréttur og réttir væru, En að lokinni verkefnavinnunni þá voru jarmandi kindur um alla skólalóð og geltandi hundar og smalar sem gerðu sitt besta við að handsama kindurnar og koma þeim til réttar þar sem pannavöllurinn nýttist fullkomlega í það verkefni.  Trúlega hefur þetta verkefni kveikt áhuga hjá nokkrum til að fá að fara í afrétt þegar þau hafa aldur til, en þess má geta að einhverjir nemendur gátu miðlað af sinni reynslu því þeir höfðu þegar farið í sína fyrstu afréttarferð. Eins og sjá mátti á opna húsinu þá voru fjölda mörg verkefni til sýnis sem nemendur höfðu unnið.