Vasaljósaganga

Í morgun mættu nemendur í 1.b., 2.b., 3.b. og Skjóða og Bóla með vasaljós í skólann því við vorum búin að ákveða að fara í göngu uppí skóg í fyrsta tíma. Ferðin heppnaðis vel þar sem gleði og spenningur skinu úr hverju andliti.

Skólinn tók þátt í verkefninu ævintýraskógurinn með Skógræktinni og Vatnajökulsþjóðgarði eins og í fyrra. Í ár máluðu allir nemendur skólans trjá drumba sem jólasveina og nafn þeirra skrifað á þá og þeirra helstu einkenni. Í síðustu viku var sveinunum komið fyrir í skóginum.

Í morgun heilsuðu krakkarnir svo uppá sveinana sína og léku sér í rökkrinu með vasaljósin, t.d. fannst þeim spennandi að lýsa upp trén og sjá út ýmsar kynjamyndir. Rúsínan í pylsuendanum var svo að finna box með mömmukökum í kofanum til að gæða sér á og þökkum við fyrir þær. Í kofanum býr einn af fyrrnefndum sveinum en það er hann Guttormur en hann er þeim kynjum gæddur að geta látið hluti hverfa og einnig að láta fólk detta og tengdum við nokkuð vel við hann í hálkunni í morgun, allir komu samt heilir heim. 

Einnig sáum við fötin hans Stúfs hanga útá snúru hann hefur sennilega verið í jólabaðinu, við hvetju alla til að heimsækja skóginn á næstunni þar er alltaf hægt að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera og skoða.vasaljósaganga