Viðbragðsáætlun Skaftárhrepps vegna Covid-19 uppfærð

,,Viðbragðsáætlun Skaftárhrepps vegna Covid 19 hefur nú verið uppfærð með hliðsjón af neyðarstigi almannavarna. Takmarkanir sem settar hafa verið á hjá stofnunum sveitarfélagsins miða að því að vernda viðkvæmustu hópa samfélagsins auk þess að gera það sem í okkar valdi stendur til að draga sem mest úr samgangi utanaðkomandi hópa við óbólusett börn og ungmenni." - tekið af heimasíðu Skaftárhrepps, klaustur.is

 

Í samræmi við ofangreind tilmæli eru foreldrar/forráðmenn beðnir um að koma ekki inn í skólahúsnæðið nema að sérstaklega hafi verið óskað eftir því vegna brýnna erinda.  Skólinn mun ekki vera opinn fyrir utanaðkomandi gestum og fjarfundabúnaður notaður m.a. vegna teymisfunda og annarra funda með samstarfsaðilum.  

Foreldraviðtöl 18. janúar falla niður en þess í stað munum umsjónarkennarar hafa samband símleiðis við foreldra.  Munu þeir senda tölvupóst með  tímasetningar símaviðtala næstu daga.

Mötuneyti Skaftárhrepps verður einungis opið fyrir nemendur og starfsfólk Kirkjubæjarskóla.

Skipulag skólastarfs mun vera með sama hætti og hefur verið undanfarna mánuði skv. úgildandi reglugerð um takmarkanir á skólastarfi.  Allir starfsmenn nota grímur bæði í kennslustofum og á göngum en nemendur eru  áfram undanþegnir grímuskyldu.  

Viðbragðáætlun Skaftárhrepps í heild sinni  má sjá HÉR