Viðburðir á döfinni og afmæli Kirkjubæjarskóla á Síðu

Föstudaginn 29. október verður haldið uppá 50 ára afmæli Kirkjubæjarskóla. Haldið verður einungis innanhús afmæli núna á föstdaginn fyrir nemendur og starfsfólk. Við ætlum að gera okkur glaðan dag nemendur eru að undirbúa skemmtiatriði og leiki, við fáum hátíðar mat með tilheyrandi eftirrétti.

Kirkjubæjarskóli mun taka þátt í uppskeruhátíðinni 12.-14. nóvember með sýningum á verkum nemenda, verkefnin eru tengd skólahaldi Skaftárhrepps og tengjast því 50 ára afmæli skólans.

Skólaþing verður 9. febrúar undir yfirskriftinni „skóli framtíðarinnar“. Markmið skólaþings er að veita nemendum tækifæri til að taka þátt í lýðræðislegri samræðu um málefni sem hefur merkingu fyrir daglegt líf þeirra og skipulag skólastarfsins, að efla vitund nemenda um eigin áhrif í skólastafinu og fá fram sjónarmið nemenda í ýmsum málaflokkum.

Afmælisárinu verður svo lokað með sérstakri afmælishátíðardagskrá í tengslum við árshátíðina okkar í vor þann 7. apríl, það verður opinn viðburður.