Stefanía Ólafsdóttir ætlar að koma til okkar í grunnskólann með námskeið í hugleiðslu. Námskeiðið verður í boði fyrir nemendur, kennara og foreldra. Stefanía heldur úti heimasíðunni https://heillastjarna.is/ sem inniheldur ókeypis 200 hugleiðsu- og sjálfstyrkingaræfingar. Vefsíðunni er ætlað að styðja fjölskyldur og skóla í því að gera hugleiðsluiðkun að föstum lið daglega.
Höfundur efnis heillastjarna.is er Stefanía Ólafsdóttir sjálf en hugmyndin að vefsíðunni kviknaði í kjölfar útgáfu bókarinnar Undir heillastjörnu – hugleiðslur og heillakort fyrir börn og ungmenni sem Stefanía skrifaði og kom út árið 2017. Bókin rataði inn á fjölmörg heimili og skóla og hefur verið þýdd á ensku, spænsku og hollensku.
Námskeiðið verður að öllu óbreyttu dagana 24. og 25. október. Dagskráin verður þannig að fimmtudaginn eftir hádegi verður námskeið fyrir starfsfólk skólans. Um kvöldið verður námskeið fyrir foreldra og svo daginn eftir verða sér námskeið fyrir yngstu deild, miðdeild og unglingadeild.
Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta enda um afskaplega áhugavert námskeið að ræða sem allir ættu að geta nýtt sér. En skólinn hefur einmitt tekið upp þá nýbreyttni að hafa jógastund einu sinni í viku og þótti okkur þetta vera frábær viðbót við það.
kv
Starfsfólk Kirkjubæjarskóla
Klausturvegur 4 | 880 Kirkjubæjarklaustur Sími á skrifstofu: 487 4633 Netfang: skoli@klaustur.is |
Skrifstofa skólans er opin mánudaga - föstudaga 8.15-12.25 |
Munið að sækja tímanlega um leyfi fyrir nemendur .