Leyfi

Umsókn um leyfi

Umsjónarkennarar geta veitt nemendum sínum leyfi í allt að tvo daga. Sækja þarf um leyfi til viðkomandi umsjónarkennara með a.m.k. dags fyrirvara.

Ef sækja á um leyfi frá skólavist í styttri (3-5 daga) eða lengri tíma (vika eða lengur) þarf að sækja um það á viðeigandi eyðublöðum. Hafi foreldri/forráðamaður ekki heyrt frá skólanum um leyfisveitinguna er svo litið á að leyfið hafi verið samþykkt.

Í 15. grein laga um grunnskóla frá 2008 segir:

  • Sæki foreldrar skólaskylds barns um tímabundna undanþágu þess frá skólasókn í einstökum námsgreinum eða að öllu leyti er skólastjóra heimilt að veita slíka undanþágu telji hann til þess gildar ástæður. Foreldrar skulu þá sjá til þess að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr námi meðan á undanþágu stendur.
  • Um ákvörðun um veitingu undanþágu eða synjun hennar, sbr. 3. og 4. mgr., gilda ákvæði stjórnsýslulaga. Slík ákvörðun er kæranleg eftir fyrirmælum 47. gr. Í úrskurði getur ráðherra mælt fyrir um að undanþága verði veitt í heild eða að hluta, jafnvel þó að af hálfu sveitarfélags hafi ekki verið fallist á slíka beiðni.