Aðalinngangur KBS

 

Ráðuneyti mennta- og menningarmála hefur sent dreifibréf í alla grunn- og framhaldsskóla varðandi forvarnir og öryggi nemenda.

Í samræmi við tilmælin hefur verið ákveðið að aðalinngangur Kirkjubæjarskóla verði framvegis að vestanverðu, milli sundlaugar og skóla. 

Inngangur að ofanverðu er eingöngu ætlaður starfsfólki og dyr verður læst.

Einnig mun dyr á skólagangi vera læstar á meðan á kennslu stendur, en ólæstar í frímínútum.

Með þessu vonumst við að koma í veg fyrir að óviðkomandi aðilar séu á ferð um skólahúsnæðið m.a. i leit að sundlauginni eða gistiplássi

Skólastjóri