Alþjóðlegur dagur gegn einelti

Eineltishringur Olweusar - fengin af síðunni olweus.is
Eineltishringur Olweusar - fengin af síðunni olweus.is

Í dag, 8. nóvember  er alþjóðlegur dagur gegn einelti.

Í þjóðarsáttmála sem undirritaður var þann 8. nóvember 2011 segir:

Við ætlum að vera góð fyrirmynd og leggja okkar af mörkum til þess að vinna bug á því samfélagslega böli sem einelti er“. Allir dagar eiga að vera gegn einelti en þessi dagur minnir okkur sérstaklega á hvílíkt böl um ræðir, sem ekki er eingöngu bundið skólum heldur samfélaginu öllu.

Grænn er litur dagsins, sem vísar til græna karlsins í eineltishring Olweusar verkefnisins. Græni karlinn er á móti eineltinu og reynir að hjálpa þolandanum. 

Öll viljum við vera græn og eru nemendur og starfsmenn hvattir  til að koma í einhverju grænu í skólann á morgun, mánudaginn 9.nóv.