Árshátíð Kirkjubæjarskóla og Kærabæjar 28.02.2019

Emil frá Kattholti
Emil frá Kattholti

Hefst hún kl. 14.00 í Kirkjuhvoli.  Þar koma fram nemendur Heilsuleikskólans Kærabæjar og Kirkjubæjarskóla og skemmta gestum með leik og söng.  Í ár sýna krakkarnir valda kafla úr :

Emil í Kattholti

e. Astrid Lingren

Aðgöngumiðaverð er kr. 1000 fyrir 16 ára og eldri.  

Að sýningu lokinni er öllum boðið í matsal Kirkjubæjarskóla þar sem á borðstólnum verður kaffi og meðlæti.

Einnig verður í skólanum skemmtun fyrir yngri kynslóðina í umsjón 6. og 7. bekkjar

Hvetjum allt til að koma og sjá skemmtilega sýningu og bregða sér síðan í skólann og gæða sér á dýrindis veitingum!