Árshátíð - taka tvö

Með bjartsýnina að vopni er blásið til árshátíðar KBS með þátttöku leikskólabarna miðvikudaginn 21.apríl n.k.

Þann dag munum við hafa hefðbundin árshátíðardag, mæting nemenda er kl. 12.

Sýningin verður, eins og áður var ákveðið, tekin upp á myndband , vistuð á lokaða youtube - rás og hlekkur sendur til foreldra.  Myndbandið verður aðgengilegt til sunnudagsins 25.apríl.

Gert er ráð fyrir að skóladeginum muni ljúka á hefðbundnum tíma þ.e. kl. 15.20.

Bestu kveðjur

Kennarar og starfsfólk KBS