Bekkjarskemmtun 3.-4. bekkjar

Upplestur
Upplestur

Nemendur 3.-4. bekkjar buðu foreldrum til bekkjarskemmtunar í síðustu viku þar sem þeir kynntu verkefni sem þeir unnu með umsjónarkennara sínum Þórgunni Maríu (Mæju okkar ) í tengslum við námsefnið Íslenskir þjóðhættir. 

Þeir útbjuggu forláta torfbæ, hvar hjón bjuggu með 6 börn og sögðu frá lifnaðarháttum, siðum og menningu þess tíma. Höfðu þeir víða leitað fanga og var internetið ein uppspretta fróðleiks auk samtals við eldri íbúa á Klausturhólum.
Verkefni sem þetta nær yfir margar námsgreinar, s.s. ritun, framsögn og tjáningu. Það fór ekki á milli mála að mikill metnaður var lagður í vinnuna og áhugi og gleði sveif yfir vötnum. 
Virkilega vel unnið og vel flutt. 

Óskum við nemendum og kennara til hamingju með þetta flotta verkefni. 

Torfbær