Breytt skipulag vegna hertra sóttvarnarreglna

Fyrir stuttu var eftirfarandi póstur sendur til foreldra/forráðamanna :

 

Ágætu nemendur og foreldrar/forráðamenn

Nú liggur fyrir skipulag skólahalds næstu vikna og eru helstu breytingar þessar:

 

  • Nemendur yngsta stigs eru undaþegnir  fjarlægðartakmörkun og grímunotkun á skólatíma.

 

  • Engin breyting verður á Frístund/gæslu en skipulagt íþróttastarf fellur niður.

 

 

  • Nemendur miðstigs og efsta stig falla undir reglur um 2ja metra fjarlægð í skólastofum og grímunotkun,  náist ekki að halda fjarlægð s.s. í verknámsstofum.
  • Tryggt hefur verið að nemendur miðstigs og efsta stigs sitji í 2ja metra fjarlægð frá næsta nemenda. Grímunotkun getur verið nauðsynleg þegar um mikla nánd er að ræða s.s. þegar kennari þarf að aðstoða nemendur. 

 

  • Allir nemendur í skólabílum þurfa að nota grímur en skólaakstur fellur undir reglur um almenningsamgöngur.

 

  • Tvískipt verður í matsal og hópum haldið aðskildum í frímínútum.

 

  • Nemendur yngsta stig geta notað tölvustofu og bókasafn eins og áður en þurfa að fara út og síðan inn um bókasafnsinngang.

 

  • Áfram verður lögð áhersla á handþvott og sprittun líkt og verið hefur og hver bekkjarhópur hefur afnot af salerni.

 

 

  • Hefðbundinn íþrótta- og sundkennsla fellur niður en í staðinn verða nemendur í útvist ef veður leyfir, hreyfingu innan skólastofu og bóklegri fræðslu.

 

  • Enginn skerðing verður á kennslu mið- og efstastig en nemendur yngsta stig fara fyrr í mat og kaffi og skerðist kennsla hjá þeim sem því nemur.

 

Verið er að leggja lokahönd á uppfærslu aðgerðaráætlunar og verður hún send út  í lok dagsins.

Rétt er að taka fram að gert er ráð fyrir að foreldrar sjái börnum sínum fyrir grímum en skólinn mun geta útvegað grímur í þeim tilfellum sem nemendur gleyma sínum heima.

Gert er ráð fyrir að hver einnota gríma eigi að geta dugað í 2-3 klst miðað við samfellda notkun.

 

Með kærri kveðju og ósk um gott samstarf á þessum erfiðum tímum.

Katrín Gunnarsdóttir

skólastjóri KBS