Áríðandi tilkynning -Skólahald 10.10. -

 

Frá kl. 11 í dag, þriðjudaginn 10.10.  mun gul viðvörun frá Veðurstofu taka gildi og gilda til kl. 14.00  en þá er það appelsínugul viðvörun sem tekur gildi.  Vegagerðin hefur gefið út að óvissustig mun taka gildi á Þjóðvegi 1 milli Víkur og Freysnes kl. 11 og gæti því lokað mjög skyndilega.
Í ljósi þessara upplýsinga mun skólahald geta hafist á hefðbundnum tíma en skólahaldi mun ljúka kl. 12.
Skólabílar munu leggja af stað ekki seinna en kl. 12.05.  Foreldrar barna sem búa á Kirkjubæjarklaustri eru hvattir til að sækja börn sín sé mjög hvasst í þorpinu.
Minnum á að það er ávallt ákvörðun foreldra hvort þeir sendi börn sín í skóla þegar veður eru válynd líkt og spáð er og ber að láta vita ef þeir haldi börnum sínum heima þennan dag. Minni á símann á skrifstofu skólans 4874633. Einnig má senda tölvupóst á umsjónarkennara.