Dagur íslenskrar tungu

Í tilefni að Degi íslenskrar tungu þann 16.nóvember söfnuðust nemendur og kennarar Kirkjubæjarskóla saman í matsal skólans fluttu ýmis atriði sem voru tileinkuð þessum degi.  Nemendur unglingastigs sögðu frá tilurð og tilgangi þessa dags.  Nemendur 1.-3. bekkjar sungu ljóð Þórarins Eldjárns við lag Atla Heimis Steinssonar, Á íslensku má alltaf finna svar, og íslensku stafófsvísuna.  Því næst stigu á stokk nemendur 6.-7. bekkjar og lásu ljóð eftir ýmis þekkt og minna þekkt ljóðskáld.  Það voru síðan nemendur 4.-5. bekkjar sem létu Dæluna ganga, en það er þekkur leikur úr hinum vinsæla sjónvarpsþætti, Kappsmál.   Var þetta virkilega skemmtilegur viðburður og góð byrjun á góðum fimmtudegi.