Hjartans þakkir !

Það voru glaðir nemendur Kirkjubæjarskóla sem komu í lok skóladags með fulla poka og töskur af glaðningi sem tilheyrir Öskudeginum. 

Áttu þeir ekki til orð yfir þeim frábæru móttökum sem þeir fengu hjá einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum og vilja koma á framfæri hjartans þökkum til ykkar allra !