Kærar þakkir !

Fjölmenni var á opna húsi skólans s.l. föstudag og var gerður góður rómur að framlagi og vinnu nemenda.

Nemendur og starfsfólk færi öllum þeim sem sóttu okkur heim hjartans kveðjur með þakklæti fyrir heimsóknina og ekki síst fyrir framlag gesta til styrktar Krabbameinsfélagi Vestur-Skaftafellssýslu.  Alls söfnuðust  81.591 kr  og mun féð  verða afhent forsvarsmönnum félagsins á næstu dögum.