Laugarvegur - vinnuvélar

Ábending hefur borist þess efnis að nokkuð er um að nemendur komi ýmist gangandi eða hjólandi niður Laugarveginn á leið til skóla Til viðbótar við myrkið sem nú hefur skollið á um þessar mundir eru stórar vinnuvélar að störfum við veginn.  Því biðla þeir sem þeim tækjum stjórna til vegfaranda að fara aðra leið til skóla.  Benda má á öruggari leið, en það er að fara gangstéttina sem liggur með Klausturvegi og þaðan yfir á  vel upplýstri gangbraut beint á móti skólanum.  Þaðan er greið leið að skóla fyrir neðan bílaplan.  Hjólagrindur eru staðsettar við húsnæði Félagsmiðstöðvarinnar. 

Einnig er vakin athygi á mikilvægis þess að nota endurskinsmerki, bæði á fatnað og skólatöskur. Hjól ættu einnig að vera með glitauga auk ljóss að framan.

Verum örugg í umferðinni !