Litlu jólin 17.des. 2021

Hin árlegu Litlu jól verða haldin hátíðleg á morgun, föstudaginn 17.desember. 

Líkt og hefur væntanlega komið fram í vikulegum fréttum umsjónarkennara mæta nemendur prúðbúnir í stofur sínar kl. 12.

Jólatréð verður á sínum stað, hátíðarmatur í matsal og síðan fara nemendur með sínum umsjónarkennara í stofur og halda sín stofujól.

Laust fyrir kl. 14 hittast nemendur og starfsmenn í anddyri og hlýða á jólasögu í upplestri sr. Ingimars Helgasonar, syngjum inn jólin og höldum síðan heim í jólafrí.

Skólabílar fara frá skólanum kl. 14.15