Skóladagtal 2019-2020

Skóladagatal næsta skólaárs er komið á heimsíðu skólans og er birt með fyrirvara um hugsanlegar breytingar.  

Skólasetning verður 21. ágúst n.k. og skólahaldi mun ljúka 29.maí 2020. 

Skipulagsdagar  á skólatíma eru 5 og eru þrír þeirra settir á sama tíma og skiplagsdagar leikskólans, þ.e. 14 febrúar, 14 apríl og 22. maí.

Aðrir skipulagsdagar eru 11.október og 15. janúar en sá dagur gæti þó breyst eftir starfsmannafund í ágúst.

Gert er ráð fyrir annarskilum í janúar í stað desember áður.  Aðrir viðburðir verða settir inn eftir starfsmannafund í byrjun skólaárs.